KA sló Þrótt úr leik með frábærum sigri

Blak
KA sló Þrótt úr leik með frábærum sigri
Stelpurnar eru komnar í gang!

Kvennalið KA í blaki lék í kvöld annan leik sinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni Mizunodeildar kvenna. KA vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll 1-3 og gat með sigri í kvöld klárað einvígið.

Ekki byrjaði leikurinn þó nægilega vel því eftir hörkuhrinu tóku gestirnir fyrstu hrinuna 21-25. Næsta hrina var einnig hnífjöfn en stelpurnar komu sterkar í lokasprettinn og unnu á endanum flottan 25-18 sigur og jöfnuðu því leikinn 1-1.

KA liðið hóf þriðju hrinu vel og náði strax forystunni og gerðu vel í að komast í 15-8. Þróttarar reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en áfram héldu KA stelpur og komust meðal annars í 23-13 og í raun bara spurning hve stór sigurinn í hrinunni yrði. En gestirnir komu svo sannarlega til baka og minnkuðu á endanum muninn í tvö stig, 24-22. Sem betur fer var það ekki nóg og lokastigið var okkar og 25-22 sigur staðreynd.

Fjórða hrinan var jöfn til að byrja með en KA stelpurnar sýndu styrk sinn og náði góðu forskoti og endaði á að sigra 25-14 og leikinn samanlagt 3-1. 

Stelpunum gekk ekki vel í sjálfri deildarkeppninni í vetur og tókst þeim aðeins að vinna tvo leiki þar. En úrslitakeppnin er allt önnur keppni og er greinilegt að liðið er klárt í slaginn og aldrei að vita hvað gerist gegn Stjörnunni en annar af sigrum liðsins í deildinni var einmitt gegn Stjörnunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is