Mfl. kvenna með góðan útisigur á Þrótti R

Blak

Kvennalið KA lék í kvöld fyrri leikinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni kvenna en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni.  Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik fyrir KA konur þar sem Þróttur hafði unnið allar þrjár viðureignir liðanna í vetur.

KA byrjaði fyrstu hrinuna af krafti og komst í 3-8 en Þróttur jafnaði leikinn í 9-9. Leikurinn hélst jafn þangað til í stöðunni 17-17 en þá fór KA að sigla fram úr hægt og rólega og kláraði hrinuna 21-25.

Þróttur hafði yfirhöndina framan af annarri hrinu og leiddu t.d. 17-11. KA náði í kjölfarið góðum kafla og jafnaði í 18-18. Áfram var jafnt upp í 22-22 en Þróttur náði þá þrem stigum í röð og unnu þar með aðra hrinu, 25-22.

Þriðja hrina þróaðist svipað, Þróttur með yfirhöndina en KA jafnaði loks í stöðunni 20-20. Lokakaflinn var æsilegur, jafnt í stöðunni 21-21 en nú var það KA sem reyndist sterkara í lokin, komst í 21-24 og lauk hrinunni með þriggja stiga sigri 22-25.

KA hafði síðan frumkvæðið í fjórðu hrinu, leiddu t.d. 11-17 og 14-18. Stelpunum urðu ekki á nein mistök og unnu hrinuna býsna sannfærandi 19-25 og leikinn þar með 1-3. KA er þar með komið með einn sigur í úrslitakeppninni en tvo sigra þarf til að komast áfram í næstu umferð.

Liðin mætast aftur í KA heimilinu á fimmtudaginn og með sigri þá fara stelpurnar áfram í úrslitakeppninni. Annars þarf oddaleik sem yrði á sunnudaginn í Laugardalshöllinni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is