Tveir erlendir leikmenn til liðs við blakdeildina - Gunnar Pálmi snýr aftur

Blak
Tveir erlendir leikmenn til liðs við blakdeildina - Gunnar Pálmi snýr aftur
Mason í leik með KA

Blakdeild KA hefur styrkt meistaraflokkslið sín fyrir komandi átök með þeim Mason Casner og Cailu Stapleton.

Mason Casner er miðjumaður sem hefur gengið til liðs við karlalið KA og kemur einnig frá Bandaríkjunum, Mason kemur frá King University sem er í Bristol, Tennessee. Mason er fæddur árið 1992 og er 203 cm á hæð. Mason spilaði 240 leiki með King University og skoraði í þeim 523 stig. Mason hefur nú þegar spilað tvo leiki með KA en það voru leikir gegn HK.

Caila Stapleton, uppspilari frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við kvennalið KA. Caila er fædd árið 1993 og kemur frá Daytona Beach í Flórída. Caila sem er 183 cm á hæð kemur frá háskólaliði háskólans í San Diego (University of San Diego).

Þá er Gunnar Pálmi Hannesson einnig kominn aftur í KA og má því búast við hörku-liði hjá KA nú þegar seinni hluti mótsins fer í fullt gang næstkomandi helgi (10 og 11 febrúar)!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is