Emil Lyng í raðir KA

Fótbolti

 Danski sóknarmaðurinn, Emil Lyng, hefur komist að samkomulagi við KA um að leika með liðinu út tímabilið, sem hefst eftir rétt einn mánuð. Lyng er 27 ára gamall sóknarmaður.

Hann er fæddur það herrans ár 1989. Hann getur bæði leikið sem framherji og kantmaður. Hann er stór og stæðilegur en hann er 190cm á hæð. Emil var aðeins 18 ára gamall þegar hann samdi við Lille í Frakklandi. Þar spilaði hann í 3 ár ásamt því að vera lánaður frá Lille til FC Nordsjælland og Zulte Waregem í Belgíu.

Lyng kemur til KA frá Silkeborg í Danmörku en hann hefur leikið 18 leiki fyrir liðið á yfirstandandi tímabili. Þar áður lék hann með Esbjerg. Bæði þessi lið leika í dönsku úrvalsdeildinni en Emil á yfir 70 leiki í þeirri deild. Emil er nú við æfingar með KA-liðinu út á Spáni en liðið er væntanlegt heim næstu helgi. Við bjóðum Emil velkominn í Pepsí-deildarlið KA í sumar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is