KA Bikarmeistari AL-NL í 3. kvenna

Fótbolti
KA Bikarmeistari AL-NL í 3. kvenna
Stelpurnar með bikarinn góða! (mynd: Sigursteinn)

KA varð á dögunum Bikarmeistari Norður-Austurlands í 3. flokki kvenna eftir flottan sigur 0-1 sigur á sameiginlegu liði Austurlands. Úrslitaleikurinn fór fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og var um hörkuleik að ræða þar sem bæði lið reyndu allt til að ná sigrinum.

Sigurmarkið kom seint í leiknum og var það Helga María Viðarsdóttir sem gerði það er tæpar 10 mínútur lifðu leiks. Fyrr í keppninni höfðu stelpurnar slegið út Þór mjög sannfærandi en báðir leikir liðanna enduðu með 3-0 sigri KA.

Við óskum stelpunum að sjálfsögðu til hamingju með titilinn.

Bikarmeistarar KA í 3. flokki kvenna:
Fjóla Rún Sölvadóttir, Helga María Viðarsdóttir, Margrét Mist Sigursteinsdóttir, Anna Mary Jónsdóttir, Tanía Sól Hjartardóttir, Lilja Björg Geirsdóttir, Sunna Karen Steinmarsdóttir, Birta Rós Blöndal, Eva Rún Stefánsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Hildur Marín Bergvinsdóttir, Helga Jenný Þorvaldsdóttir, Antonía Huld Ketilsdóttir, Klara Sjöfn Gísladóttir, Ástríður Helga Magnúsdóttir og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir.

Ágústa Kristinsdóttir og Sandra María Jessen eru þjálfarar stelpnanna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is