Kemst Þór/KA í 32-liða úrslit í Meistaradeildinni?

Fótbolti
Kemst Þór/KA í 32-liða úrslit í Meistaradeildinni?
Það er komið að úrslitastundu! (mynd: Sigurgeir)

Það er enginn smá leikur í dag hjá Íslandsmeisturum Þór/KA þegar þær mæta Hollenska liðinu Ajax í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga og ljóst að liðið sem vinnur leikinn í dag mun fara áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma en leikið er í Norður-Írlandi og verður virkilega áhugavert að sjá hvernig leikurinn mun spilast. Bæði lið eru með 5 mörk í plús í markatölu en Ajax hefur skorað einu marki meira og dugar því jafntefli til að komast áfram.

Aðeins sigurvegari riðilsins er öruggur með sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en alls er keppt í 10 riðlum og fara tvö bestu liðin í 2. sæti áfram. Það gæti því ennþá verið von ef stelpunum tækist ekki að landa sigri í dag en það kemur í ljós.

Fyrirfram var reiknað með að þessi leikur myndi skera úr um hvort liðið færi áfram og það hefur heldur betur komið á daginn. Því miður er leikurinn hvergi sýndur beint en hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu UEFA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is