Svekkjandi tap í Garðabæ

Fótbolti
Svekkjandi tap í Garðabæ
Mynd - Vísir.is / Ernir

KA beið í kvöld lægri hlut fyrir Stjörnunni í Garðabæ en sigurmark Stjörnunnar kom á lokasekúndum leiksins.

Stjarnan 2 - 1 KA

1 - 0 Guðjón Baldvinsson (’22)
1 - 1 Ásgeir Sigurgeirsson (’41) Stoðsending: Emil Lyng
2 - 1 Eyjólfur Héðinsson (’97)


Hér má sjá umfjöllun RÚV um leikinn

Lið KA:

Rajko, Bjarki Þór, Guðmann, Callum, Ívar Örn, Archange, Aleksandar, Ásgeir, Hallgrímur Mar, Emil og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Dagur, Baldvin, Ólafur Aron, Steinþór Freyr, Hrannar Björn, Daníel og Bjarni.

Skiptingar:

Bjarki Þór út – Hrannar Björn inn (’60)
Archange út – Ólafur Aron inn (’60)
Elfar Árni út – Steinþór Freyr inn (’83)

KA og Stjarnan mættust í kvöld á gervigrasinu á Samsungvellinum í Garðabæ í 4. umferð Pepsi-deildarinnar. Heimamenn í Stjörnunni mættu áræðnari til leiks og var fyrsta mark leiksins þeirra. Á 22. mínútu átti Hilmar Árni hornspyrnu sem Guðjón Baldvinsson skallaði í markið á fjærstönginni.

Ólíkt fyrstu þremur leikjunum var KA lítið í því að halda boltanum og beittu aðallega löngum sendingum upp völlinn. Jafnræði var með liðinum restina af fyrri hálfleik og lítið um hættuleg færi. Hættulegasta færi KA í fyrri hálfleik var þegar að varnarmaður Stjörnunar var nálægt því að skora sjálfsmark eftir góðan sprett frá Archie sem renndi boltanum fyrir þar sem Brynjar Gauti hreinsaði boltann rétt framhjá markinu.

Á 41. mínútu fékk KA aukaspyrnu. Hana tók Hallgrímur Mar og endaði boltinn hjá Emil Lyng sem skaut í áttina á markið og náði Ásgeir að stýra boltanum í markið af stuttu færi og jafna leikinn 1-1. Markið var nokkuð óvænt enda KA ekki búnir að skapa mjög mikið. Staðan í hálfleik 1-1.

Seinni hálfleikur var frekar jafn til að byrja með en svo tóku heimamenn yfirhöndina og sóttu stíft að marki KA en sköpuðu sér enginn dauðafæri. KA voru ekki nógu beittir fram á við í þeim síðari og hélt liðið boltanum ekki nægilega mikið.

Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en á 7 mínútu uppbótartíma skoraði Eyjólfur Héðinsson með föstu skoti úr teignum eftir að vörn KA mistókst að hreinsa boltann. Gríðarlega svekkjandi og reiði leikmanna KA mikil en leikmenn voru ósáttir að ekki hafi verið dæmd aukaspyrna þegar að brotið var á Steinþóri Frey á hinum enda vallarins skömmu áður.

KA-maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson (Skoraði eina mark KA í dag og barðist vel. Framistaða liðisins í dag var jöfn og erfitt að taka einhvern einn út.)

Næsti leikur KA er á laugardaginn. Þegar að Víkingur Reykjavík kemur í heimsókn. Sá leikur verður á Akureyrarvelli og hefst kl. 14.00. Mætum á völlinn og styðjum KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is