Þór/KA tekur á móti Grindavík á morgun

Fótbolti

Pepsi deild kvenna er hálfnuð og er svakaleg barátta um efsta sæti deildarinnar milli Þór/KA og Breiðabliks. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 24 stig á meðan okkar lið er með 23 stig og er enn ósigrað í deildinni.

Á morgun, þriðjudag, taka stelpurnar á móti Grindavík á Þórsvelli klukkan 18:00. Grindavíkurliðið hefur verið óútreiknanlegt á tímabilinu en fyrr í sumar vann Þór/KA ótrúlegan 0-5 sigur í Grindavík en síðan þá hafa Grindvíkingar meðal annars unnið 2-3 útisigur á Stjörnunni.

Það er því alveg ljóst að stelpurnar þurfa að mæta rétt stemmdar á morgun til að sigla heim þremur stigum. Í eins harðri toppbaráttu eins og nú er milli okkar liðs og Breiðabliks telur hvert einasta stig alveg ótrúlega mikið. Hver einasti leikur er því í raun úrslitaleikur og við þurfum að mæta á völlinn og styðja stelpurnar í þessari miklu baráttu, sjáumst á Þórsvelli og áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is