Aðalfundir deilda KA á næsta leiti

Aðalfundir deilda KA eru á næsta leiti og hvetjum við félagsmenn til að sækja fundina. Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 12. febrúar og er nú komið að öðrum deildum félagsins.
Lesa meira

Myndaveislur Þóris frá síðustu heimaleikjum

Það er heldur betur búið að vera nóg í gangi á KA-svæðinu undanfarna daga en meistaraflokkslið félagsins léku fjóra heimaleiki á fjórum dögum frá föstudegi til mánudags. Þórir Tryggvason ljósmyndari var eins og svo oft áður á svæðinu og býður til myndaveislu frá öllum leikjunum
Lesa meira

Einar Rafn markakóngur Olísdeildarinnar

Einar Rafn Eiðsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér markakóngstitilinn í Olísdeildinni annað árið í röð. Þetta er ótrúlegt en satt fjórða árið í röð sem að KA á markakóng deildarinnar en allir eru þeir örvhentir, sem er mögnuð staðreynd
Lesa meira

Myndaveislur er KA tryggði úrslitakeppnissæti

KA gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi 34-29 heimasigur á sterku liði Vals í síðasta heimaleik strákanna í Olísdeildinni á dögunum. Með sigrinum lyfti KA liðið sér upp í 7. sæti deildarinnar og er nú öruggt um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma sló liðið Val út í baráttunnu um Deildarmeistaratitilinn
Lesa meira

Dagur Árni framlengir um tvö ár

Dagur Árni Heimisson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026. Það eru frábærar fréttir að Dagur Árni hafi skrifaði undir nýjan samning enda einn allra efnilegasti handboltamaður landsins
Lesa meira

Arnór Ísak framlengir um tvö ár

Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Arnór sem er 21 árs gamall leikstjórnandi er uppalinn hjá KA og má með sanni segja að hann lifi fyrir KA
Lesa meira

Bjarni Ófeigur til liðs við KA!

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA og ljóst að gríðarlegur liðsstyrkur er væntanlegur fyrir komandi tímabil. Bjarni sem er 25 ára gamall leikur í vinstri skyttu og er auk þess afar öflugur varnarmaður
Lesa meira

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili. Örnu Valgerði Erlingsdóttur eru þökkuðvel unnin störf.
Lesa meira

Magnús Dagur framlengir um þrjú ár

Magnús Dagur Jónatansson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Magnús sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA
Lesa meira

Þrjú lið KA og KA/Þórs í bikarúrslitum

Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram í Laugardalshöllinni. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning í Höllinni þessa helgina en einstaklega skemmtilegt er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is