KA mætir Keflavík á útivelli í dag

Fótbolti
KA mætir Keflavík á útivelli í dag
Mikilvæg stig í boði í dag (mynd: Þ.Tr)

Baráttan heldur áfram í Pepsi deildinni í dag þegar KA sækir Keflvíkinga heim í 16. umferð deildarinnar. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni en heimamenn eru á botninum með 4 stig án sigurs og þurfa heldur betur að fara að gefa í til að forðast fall. KA er á sama tíma í 7. sætinu með 19 stig og er mitt á milli þess að vera að berjast um 4. sætið og að halda sæti sínu í deildinni.

Það eru því mikilvæg 3 stig í húfi fyrir bæði lið í dag en fyrr í sumar gerðu liðin markalaust jafntefli á Akureyri og ljóst að hvorugt liðið sættir sig við sömu niðurstöðu í leik dagsins. Í gegnum árin hefur verið talað um að 22 stig sé nóg til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni og sigur í dag myndi koma KA þangað og enn 6 aðrir leikir eftir af sumrinu.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn sem geta að drífa sig til Keflavíkur og styðja okkar lið en leikurinn hefst klukkan 18:00 á Nettó-vellinum, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is