Lokahófið: Guðmann og Rajko bestir (myndband)

Fótbolti
Lokahófið: Guðmann og Rajko bestir (myndband)
Það fóru einhverjir lítrar af Pepsi á lokahófinu!

Lokahóf knattspyrnudeildar KA var haldið síðustu helgi eftir 0-3 útisigurinn á Þór. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu eðlilega enda stóð liðið uppi sem öruggur sigurvegari í Inkasso deildinni . Uppselt var á lokahófið og komust því færri að en vildu.

Á lokahófinu var frumsýnt stutt myndband sem sýndi helstu tilþrif sumarsins sem og fögnuðinn sem fylgdi því að KA væri loksins komið í efstu deild á ný. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Eins og venja er voru nokkrir aðilar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína yfir tímabilið.

Dorrann hlutu þau Gunnar Níelsson og Ragnhildur Björg Jósefsdóttir

Móðann hlaut Davíð Rúnar Bjarnason fyrirliði.

Efnilegasti leikmaðurinn var valinn Ásgeir Sigurgeirsson

Guðmann Þórisson og Srdjan Rajkovic voru jafnir í kosningu um besta leikmann sumarsins.

Schiöthararnir, stuðningssveit KA, völdu 5 bestu mörk KA sumarið 2016 en þau voru:

1. Juraj Grizelj (Grindavík - KA)
2. Aleksandar Trninic (KA - Leiknir F.)
3. Ásgeir Sigurgeirsson (KA - Selfoss)
4. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA - Leiknir R.)
5. Elfar Árni Aðalsteinsson (KA - Þór)

Úr varð að mark Aleksandar Trninic var valið það besta enda stórglæsileg negla í slá og inn.

Einnig völdu Schiötharar sinn besta leikmann í sumar og var það Ásgeir Sigurgeirsson sem hlaut þá tilnefningu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is