Steinþór Freyr ,,Náum vonandi að sýna að KA á fullt erindi í efstu deild"

Fótbolti

Eins og fram kom á heimasíðu KA rétt í þessu hefur Steinþór Freyr Þorsteinsson gert tveggja ára samning við félagið. Af því tilefni setti heimasíðan sig í samband við Steinþór

Steinþór er fótboltaáhugamönnum vel kunnugur en hann lék með Breiðablik og Stjörnunni hér á landi áður en hann hélt á vit ævintýranna í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. En afhverju ætli Steinþór hafi valið KA? „Ég valdi KA því að ég nenni ekki að mæta Tuðmanni [Guðmann Þórisson innsk. blm] á vellinum. Betra að hafa hann í sínu liði. En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig.“ sagði Steinþór

Steinþór hefur verið samfleytt erlendis frá því 2010 og því sex ár síðan hann lék heima á Íslandi. Af þessum sex árum hefur hann verið fimm í Noregi og hvernig finnst honum vistin hjá nágrönnum okkar í Noregi? „Vistin er búin að vera mjög góð og hef ég upplifað mörg góð tímabil. Þetta er skemmtileg deild og flottur bolti. Leiðinlegast er kannski hvað áhorfendum hefur farið minnkandi.“ svaraði hann að bragði.

Steinþór lék með skemmtilegu liði Stjörnunnar í Pepsi deildinni sumarið 2010 en samdi á miðju tímabili við Örgryte það ár og hélt til Svíþjóðar. Það eru því sex ár síðan hann lék síðarst í Pepsi-deildinni. Hvernig býst hann við íslenska boltanum í sumar? „Það er nú ansi langt síðan ég spilaði en auðvitað er íslenski boltinn alltaf að verða sterkari og betri þannig að þetta verður gott „challange“ og vonandi náum við sem lið að sýna að KA á fullt erindi í efstu deild.“

En hefur Steinþór einhver markmið fyrir sumarið? „Markmiðin mín geri ég persónulega og er ekki búinn að setja mér nein markmið eins og er. En ég mun alltaf gefa allt sem ég á í leikina og fyrir liðið.“ svaraði Steinþór að lokum.

Heimasíðan þakkar Steinþóri fyrir spjallið og býður hann hjartanlega velkominn á Brekkuna!

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nokkur af tilþrifum Steinþórs með Sandnes undanfarin tímabil

https://www.youtube.com/watch?v=7Y5jp6VmPRA


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is