8 úr handboltanum í yngri landsliðaverkefnum

Handbolti
8 úr handboltanum í yngri landsliðaverkefnum
Jónatan (vinstri) og Dagur (hægri) eru í U-17

Það er nóg fyrir stafni hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta á næstunni og eigum við í KA alls 8 fulltrúa þar.

U-17 drengjalandslið Íslands tekur þátt í tveimur mótum í sumar og til að skapa sem mesta breidd var ákveðið að velja tvö landslið á mótin tvö. Dagur Gautason fer á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og Jónatan Marteinn Jónsson fer á Opna Evrópumótið. Strákarnir æfa um komandi helgi og mótin tvö fara svo fram í júlí.

U-15 drengjalandslið Íslands er að æfa þessa dagana fyrir sunnan og heldur svo til Danmerkur 12. júní. Í þeim hópi á KA tvo fulltrúa en það eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Ragnar Hólm Sigurbjörnsson.

U-19 stúlknalandslið Íslands æfir um helgina en hópurinn verður svo skorinn niður að æfingum loknum en landsliðið er að fara á Scandinavian Open sem fer fram 19.-23. júlí. Ásdís Guðmundsdóttir er okkar fulltrúi í þeim hóp.

U-17 stúlknalandslið Íslands undirbýr sig fyrir EM í Makedóníu og hefjast æfingarnar 12. júní og standa til 30. júní. Margrét Einarsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Svala Svavarsdóttir eru okkar fulltrúar í þeim hóp.

Þá æfði U-15 stúlknalandslið Íslands í KA-Heimilinu á dögunum og voru þær Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir okkar fulltrúar á þeim æfingum og stóðu sig með prýði. Ásgeir Kristjánsson æfði með U-19 fyrir skömmu þannig að við eigum í raun 11 fulltrúa í unglingalandsliðunum.

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is