KA spáð efsta sætinu í handboltanum

Handbolti
KA spáð efsta sætinu í handboltanum
Tímabilið hefst 15. september hjá strákunum

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir komandi handboltatímabil þar sem meðal annars var lögð fram spá um lokastöðu liðanna í vetur. Karlamegin var KA spáð efsta sætinu í Grill 66 deildinni og kvennaliði KA/Þórs var spáð 2. sætinu í Grill 66 deildinni.

Eins og flestir ættu að vita dró KA sig útúr samstarfinu um Akureyri Handboltafélag í sumar og leikur því í næstefstu deild sem ber nafnið Grill 66 deildin. KA liðið er að mestu leiti byggt upp af ungum og efnilegum leikmönnum en þrátt fyrir það er greinilegt að forráðamenn félaganna hafa trú á okkar liði enda spáð efsta sætinu.

Kvennaliði KA/Þórs er spáð 2. sætinu en aðeins munaði einu stigi á þeim og HK sem var spáð toppsætinu. Stelpurnar voru hársbreidd frá því að vinna deildina í fyrra og eru staðráðnar í að ná toppsætinu í ár.

Grill 66 deild karla
1. KA 311 stig
2. Akureyri 308 stig
3. HK 281 stig
4. Þróttur 260 stig
5. Valur U 222 stig
6. Hvíti Riddarinn 201 stig
7. ÍBV U 184 stig
8. Mílan 181 stig
9. Stjarnan U 158 stig
10. Haukar U 144 stig
 
Grill 66 deild kvenna
1. HK 221 stig
2. KA/Þór 220 stig
3. Afturelding 205 stig
4. FH 191 stig
5. ÍR 165 stig
6. Fylkir 133 stig
7. Víkingur 124 stig
8. Fram U 107 stig
9. Valur U 92 stig

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is