Viðburður

Handbolti - 20:15

KA/Þór tekur á móti FH í Coca-cola bikarnum

KA/Þór og FH mætast í 16- liða úrslitum Coca-cola bikars kvenna á föstudaginn kl. 20:15 í KA-heimilinu! 

Liðin leika bæði í Grill66-deild kvenna og má búast við hörkuleik. Stelpurnar eru aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í "final4" helgina í Laugardalshöllinni og því mikið undir.

 

Mætum og styðjum stelpurnar okkar til sigurs. Aðgangseyrir 1000kr, frítt fyrir 16 ára og yngri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is