Viðburður

Handbolti - 16:00

KA/Þór tekur á móti FH í umspilinu

KA/Þór tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna kl. 16:00 á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.

Leikurinn er gríðarlega þýðingamikill en liðið sem er á undan til þess að vinna tvo leiki fer í úrslitaeinvígið gegn annaðhvort Selfoss eða HK um laust sæti í Olís-deildinni næsta vetur.

Liðin hafa mæst þrisvar áður í vetur, KA/Þór hefur sigrað tvo leiki og einn leikur endaði með jafntefli. 

Frítt er á völlinn og vonumst við til þess að sjá sem flesta í KA-heimilinu á fimmtudaginn kl. 16:00 að hvetja stelpurnar til dáða. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is