Sigþór Gunnar á EM með U-20 landsliðinu

Handbolti
Sigþór Gunnar á EM með U-20 landsliðinu
Sigþór var í lykilhlutverki á nýliðnum vetri

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Slóveníu en mótið hefst á morgun, 18. júlí. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er vinstri skyttan okkar hann Sigþór Gunnar Jónsson. Mótið verður leikið í Celje og lýkur 30. júlí.

Liðið er feikiöflugt en á síðasta EM sem fór fram sumarið 2016 í Króatíu enduðu strákarnir í 7. sæti. Þjálfari strákanna er Bjarni Fritzson en hann er okkur KA mönnum vel kunnugur eftir að hann bæði lék og þjálfaði sameiginlegt lið Akureyrar.

Við óskum Sigþóri Gunnari til hamingju með valið og góðs gengis á EM sem og liðinu öllu. Það er klárt mál að þetta verður mjög góð reynsla og mun vonandi reynast okkar manni vel fyrir komandi átök í deild þeirra bestu í vetur með KA liðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is