Undanúrslitaeinvígi KA og Hauka árið 2002

Handbolti
Undanúrslitaeinvígi KA og Hauka árið 2002
Íslandsmeistaralið KA í handbolta árið 2002

Í ár eru 15 ár síðan KA varð Íslandsmeistari öðru sinni í handboltanum. Í maí rifjuðum við upp úrslitaeinvígi KA og Vals en nú er komið að því að fara yfir undanúrslitaeinvígi KA og Hauka.

Haukar voru ríkjandi Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og höfðu ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið hafði hinsvegar endað í 5. sæti deildarinnar, það voru því ansi margir sem reiknuðu með sigri Hauka í einvígi liðanna. Ekki var staðan góð þegar flautað var til hálfleiks í fyrsta leiknum en Haukar leiddu 16-8, úr varð einhver magnaðasta endurkoma í sögu KA, sjón er sögu ríkari!


Ótrúlegur sigur KA að Ásvöllum

KA vann ótrúlegan endurkomusigur á Ásvöllum og gat því slegið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Hauka úr leik með sigri í KA-Heimilinu. Stemningin var svakaleg í húsinu og þeir sem þar voru munu seint gleyma gleðinni sem braust út við lokaflautið enda hefndi KA með sigrinum fyrir tap í úrslitum Íslandsmótsins árið áður.


Ótrúleg gleði í KA-Heimilinu eftir svakalegan spennuleik!

KA sópaði því hinu ógnarsterka liði Hauka út í undanúrslitunum og mætti þar Val. Þá viðureign rifjuðum við upp í síðasta mánuði og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu að kíkja á það. Smelltu hér til að sjá viðureign KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn.

Íslandsmeistarar KA í handknattleik 2002. Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is