Útileikjatörn um helgina hjá handboltafólkinu

Handbolti

Meistaraflokkar og ungmennalið KA og KA/Þór verða á suðvesturhorninu þessa helgina. Hjá karlaliðum KA hefst fjörið í kvöld, föstudag þegar KA sækir HK heim í toppslag Grill 66 deild karla. Sá leikur hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á KA TV. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni með því að smella hér.

Strax að þeim leik loknum eigast Ungmennalið sömu félaga við í 2. deild karla. Nánar tiltekið hefst leikur HK U og KA U klukkan 20:45 í Digranesinu í Kópavogi.

Strákarnir í Ungmennaliði KA spila síðan við Ungmennalið FH á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 14:00 í Kaplakrika, Hafnarfirði.

Það er ekki síður mikið í gangi hjá liðum KA/Þór um helgina. Meistaraflokkur KA/Þór mætir Víkingi í Grill 66 deild kvenna á laugardaginn. Sá leikur hefst klukkan 16:00 í Víkinni. KA/Þór er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 leiki en Víkingur er í fjórða sæti með 5 stig eftir 5 leiki. KA/Þór liðið þarf að hafa sérstakar gætur á Alinu Molkovu sem hefur að jafnaði skorað 10 mörk í leikjum Víkinga í deildinni.

Þá leikur 3. flokkur KA/Þór tvo útileiki í 1. deild. Klukkan 19:15 mæta stelpurnar í Valshöllina og spila við heimakonur. Þær eiga síðan annan útileik klukkan 15:00 á sunnudaginn þar sem þær mæta FH í Kaplakrikanum.

Eldra ár 4. flokks kvenna leikur í 2. deild. KA/Þór mætir Víkingum í Víkinni og hefst sá leikur klukkan 17:45 á laugardaginn. Sami flokkur mætir svo í Schenker Höllina og mæti Haukum klukkan 13:45 á sunnudaginn.

Yngra ár 4. flokks kvenna leikur sömuleiðis í 2. deild. Á laugardaginn klukkan 18:20 leikur KA/Þór gegn HK 3 í Digranesi. Á sunnudaginn mætir KA/Þór liðið í Kaplakrika þar sem stelpurnar mæta liði FH. Sá leikur hefst klukkan 16:30.

Við sendum öllum þessum liðum baráttukveðjur í erfið verkefni helgarinnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is