Andrea, Rakel og Margrét gerðu jafntefli gegn Sviss

Almennt
Andrea, Rakel og Margrét gerðu jafntefli gegn Sviss
Rakel nr 2 og Andrea nr. 10.

Stelpurnar í U19 gerðu jafntefli gegn Sviss í lokaleik sínum í millriðili EM. Stelpurnar enduðu í neðsta sæti riðilsins eftir þó ágæta frammistöðu. Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Margrét Árnadóttir voru fulltrúar Þór/KA í liðinu.

Í fyrsta leiknum eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni töpuðu þær gegn Þýskalandi 4-0. Í þessum leik komu allar okkar stúlkur við sögu í leiknum.

Næst biðu þær lægri hlut gegn Póllandi 2-1 en þar byrjaði Anna Rakel en Andrea kom inná í seinni hálfleik.

Stelpurnar náðu svo loks í stig þegar þær gerðu 2-2 jafntefli gegn Sviss þar sem Andrea og Anna Rakel byrjuðu leikinn og Margrét kom inná síðustu 10 mínútur liðsins.

Þrátt fyrir dræma stigasöfnun úti vonum við að stelpurnar haldi uppteknum hætti hér heima en eins og flestir vita hefur Þór/KA unnið alla átta leiki sumarsins. Næsti leikur Þór/KA er á föstudaginn gegn Grindavík á Þórsvelli.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is