5. fl Pæjumótsmeistarar

Yngriflokkar
5. fl Pæjumótsmeistarar
Pæjumótsmeistarar

A-liðið hjá 5. flokk kvenna varð um helgina Pæjumótsmeistari á Siglufirði. Strákarnir í 5. flokki stóðu sig vel á Olísmótinu á Selfossi þar sem þeir uppskáru háttvísiverðlaun fyrir góða framkomu innan sem utan vallar. Þá var KA með ellefu lið úr 6. og 7. flokki á Króksmótinu.

Pæjumót Siglufjörður

6.flokkur stelpur – 4 lið

Stelpurnar í 6. flokki stóðu sig mjög vel á Siglufirði. Þar ber hæst að nefna árangur C-liðsins sem endaði í 3. sæti, A og D náðu einnig flottum árangri en bæði liðin enduðu í 4. sæti.


5. flokkur stelpur – 3 lið

Eins og áður sagði vann A-liðið mótið. B-liðið endaði í þriðja sæti en liðið tapaði ekki leik á mótinu. C-liðið endaði í 2. sæti einugnis stigi á eftir Víking R. sem vann mótið. Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem stóðu sig einnig vel á Símamótinu í Kópavogi.


Olísmót Selfoss

5. flokkur strákar – 5 lið

Á fyrsta keppnisdegi var riðlakeppni og komust öll liðin áfram nema E-liðið. Á laugardeginum og sunnudeginum léku þau því í efri styrkleikaflokk. Ber þar helst að nefna að A-liðið endaði í 3. sæti og B-liðið í 4. sæti. Í mótslok fengu strákarnir háttvísiverðlaun fyrir góða framkomu innan sem utan vallar.


Króksmót Sauðarkrókur

7. flokkur strákar – 4 lið

Þarna voru margir verðandi fótboltahetjur framtíðarinnar að stíga sín fyrstu spor og mátti sjá mikla framför á liðunum milli daga. B-liðið endaði í 2. sæti eftir að hafa unnið sinn riðil mjög sannfærandi.


6. flokkur strákar – 7 lið

Við sentum tvö B, C og D lið til leiks og urður því bikarnir ekki jafn margir og venjulega. C1 liðið stóð sig þó best en það lið tapaði einungis einum leik og endaði í 3. sæti.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is