Opna Norðlenska handboltamótið hefst í dag!

Handbolti

Það má með sanni segja að handboltavertíðin hér Norðanlands byrji í dag. Það er áralöng hefð fyrir æfingamóti hér á Akureyri til að þjálfarar og leikmenn fái tækifæri til að leggja lokahönd á undirbúning liðanna áður en alvaran byrjar fyrir alvöru.

Eins og kynnt var í vor þá hefur Akureyri fengið til liðs við sig tvær öflugar skyttur, þá Karolis Stropus og Mindaugas Dumcius sem báðir eru landsliðsmenn frá Litháen, og ekki laust við að stuðningsmenn séu forvitnir að sjá þá leika listir sínar í mótinu.

Auk Akureyrar mæta FH, Grótta og HK til leiks og verður ekki síður fróðlegt að sjá hvernig þau lið standa á þessum tímapunkti.  FH er nýkrýndur sigurvegari Reykjavíkurmótsins þannig að þeir eru klárlega búnir að handleika boltann upp á síðkastið.

Mótið stendur yfir í þrjá daga og hefst með stórleik Akureyrar og FH fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 19:00.  Annars er dagskrá mótsins sem hér segir:

Fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 19:00  Akureyri - FH
Fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 20:30  Grótta - HK 

Föstudaginn 26. ágúst klukkan 18:00  FH - Grótta
Föstudaginn 26. ágúst klukkan 19:30  HK - Akureyri

Laugardaginn 27. ágúst klukkan 10:00  FH - HK
Laugardaginn 27. ágúst klukkan 11:30  Akureyri - Grótta

Allir leikir mótsins verða í KA heimilinu. Við hvetjum alla handboltaunnendur til að kíkja við og rifja upp leikinn. Frítt er inn á mótið fyrir 15 ára og yngri en 16 ára og eldri greiða 1.500 krónur og gildir sá miði alla sex leiki mótsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is