Tveir deildarmeistaratitlar í hús um helgina

Handbolti

Á laugardaginn fagnaði 4. flokkur karla yngra ár sigri í 1. deild. Þeir sigruðu Fram 35-16 í auðveldum leik. Strákarnir enduðu með 23 stig en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í vetur og gerðu eitt jafntefli. Nú er það úrslitakeppni framundan en þeir leika heimaleik gegn ÍR í apríl. Þjálfarar drengjanna eru þeir Jón Heiðar Sigurðsson og Haddur Júlíus Stefánsson. Þetta er sama lið og varð í 2. sæti Coca-colabikarkeppni HSÍ fyrr í vetur. 

Þá urðu stelpurnar í KA/Þór deildarmeistarar í 1. deild þegar þær báru sigurorð af Fjölni 37-30. Enn er einn leikur eftir hjá stelpunum þannig þessi sigur var virkilega dýrmætur. Stelpurnar fara einnig í úrslitakeppni eins og strákanir, og verður leikið í apríl á heimavelli. Stelpurnar hafa aðeins tapað þremur leikjum í vetur og gert tvö jafntefli. Þjálfarar stúlknanna eru þeir Jónatan Magnússon og Þorvaldur Þorvaldsson

Af öðrum úrslitum helgarinnar er það helst að 4. flokkur kvenna lék þrjá leiki við Fram. Tveir unnust með einu marki en einn tapaðist með einu marki.

Þriðji flokkur karla spilaði þrjá leiki. KA2 vann Hörð frá Ísafirði tvívegis og KA1 sigraði Aftureldingu 36-26. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is