Vantar sjálfboðaliða í undirbúning N1-mótsins

Almennt

N1-mót KA hefst á miðvikudaginn og verður mótið í ár það stærsta í sögunni en alls keppa 188 lið 840 leiki og eru þátttakendur um 1.900 á mótinu. N1-mótið er eitt aðalstolt félagsins og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að mótið fari vel fram.

Á morgun klukkan 19:00 verður farið í hina ýmsu hluti hvað varðar undirbúning á mótinu, setja upp salinn í KA-Heimilinu þar sem maturinn fer fram, færa borð í Lundarskóla og ýmislegt annað tilfallandi. Við þurfum á sem flestum sjálfboðaliðum til að koma og aðstoða okkur við verkin og væri frábært ef þú gætir mætt á svæðið og lagt KA hjálparhönd.

Sjáumst hress annaðkvöld og tökum þetta á gleðinni, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is