Samantekt frá félagsfundi KA - 1. hluti

Almennt
Samantekt frá félagsfundi KA - 1. hluti
KA menn sýndu samstöđu og fjölmenntu á fundinn

Ađalstjórn KA stóđ fyrir opnum fundi í KA-heimilinu síđastliđinn miđvikudag. Ţar fluttu Ingvar Már Gíslason, formađur og Eiríkur S. Jóhannsson varaformađur framsögu um rekstrarumhverfi félagsins og framtíđarhugmyndir um uppbyggingu á félagssvćđi KA. 

KA menn létu sig ekki vanta, enda um mikilvćg málefni ađ rćđa, og mćttu ríflega 300 manns á fundinn.

Fram kom í máli Ingvars ađ KA hafi líklega aldrei stađiđ betur félagslega, enda hefur iđkendafjöldi vaxiđ um 57% frá árinu 2012 og voru iđkendur KA ríflega 1.700 talsins á árinu 2017. Verđi ţróunin sú sama og undanfarin ár má gera ráđ fyrir ţví ađ iđkendur hjá KA verđi orđnir yfir 2.000 á nćstu 2-3 árum. 

Erfiđur og flókinn rekstur

Jafnframt kom fram ađ rekstur félagsins er um margt flókinn og gerđi Ingvar sérstaklega grein fyrir rekstri ađalstjórnar félagsins og ţví umhverfi sem félagiđ býr viđ í dag. Fram kom ađ taprekstur var á ađalstjórn á árinu 2017 og verđi haldiđ áfram međ sama hćtti megi jafnframt búast viđ taprekstri á árinu 2018. Ástćđurnar eru fyrst og fremst ţćr ađ félagiđ hefur stćkkađ ađ umfangi og dugar fjárframlag Akureyrarbćjar samkvćmt rekstrarsamningi engan vegin til, til ađ standa straum af hćkkandi rekstrar og launakostnađi viđ rekstur mannvirkja og skrifstofu félagsins. „KA veitir gríđarlega mikla ţjónustu sem skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég er ţess fullviss ađ samningur KA viđ Akureyrarbć er margfalt meira virđi fyrir bćinn en sú upphćđ sem KA fćr greidda árlega fyrir ţjónustuna“ sagđi Ingvar međal annars í erindi sínu. 

Fundarmenn voru jafnframt upplýstir um ađ ađalstjórn hefđi í langan tíma óskađ eftir leiđréttingu á rekstrarsamningi fyrir áriđ 2018. Ţćr viđrćđur stćđu enn yfir en KA teldi ađ ójafnrćđis gćtti milli félagsins og annara íţróttafélaga ţegar kćmi ađ rekstri ţess, hvort sem litiđ er til daglegs reksturs eđa rekstur íţróttamannvirkja. Allur samanburđur sýndi ađ verulega hallađi á KA í fjárframlögum Akureyrarbćjar til íţróttafélaga og í raun vćri KA ađ greiđa međ rekstrinum eins og stađan vćri í dag.

Smelltu hér til ađ lesa annan hluta yfirferđarinnar

Smelltu hér til ađ lesa ţriđja hluta yfirferđarinnar


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband