KA sigraði Leikni F

Fótbolti

KA tók á móti Leikni F. í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi en leiknum lauk með 3-0 sigri okkar manna.

Frosti Brynjólfsson kom KA yfir strax á 13. mínútu eftir flottan undirbúning Grímsa og Elfars. Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystu KA á 28. mínútu eftir sendingu frá Hrannari.

Á 39 mín prjónaði Grímsi sig upp vinstri kantinn og sendi fasta sendingu fyrir markið þar sem Steinþór mætir á fjær og skorar þriðja mark leiksins á 39. mínútu og staðan því 3-0 í hálfleik.

Tufa gerðir margar breytingar á liðinu í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora og niðurstaðan því 3-0 fyrir KA.

KA lauk þar með keppni í Kjarnafæðismótinu með 13 stig, 4 sigrar og 1 jafntefli og markatöluna 29 – 3 sem verður að teljast nokkuð gott í fimm leikjum.

KA er því á toppi A-deildarinnar, þremur stigum á undan Þórsurum sem leika í kvöld við Tindastól sem hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa. Takist Þór að vinna leikinn með 21 mark þá ná þeir að stela toppsætinu af okkar liði. KA menn unnu Tindastól fyrr í mótinu 12-0 en þurfa nú að bíða eftir úrslitum kvöldsins til þess að sjá hvort liðið verði ekki krýndur Kjarnafæðismeistari 2018.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband