Tap gegn ÍBV í lokaumferðinni

Fótbolti
Tap gegn ÍBV í lokaumferðinni
Mynd - Þórir Tryggva.

KA og ÍBV mættust í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í Vestmannaeyjum. Heimamenn í ÍBV fóru með 3-0 sigur af hólmi.

ÍBV 3 – 0 KA

1 - 0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (’6)
1 - 0 Misnotað víti: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (’65)
1 - 0 Rautt spjald: Guðmann Þórisson (’65)
2 - 0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (’74)
3 - 0 Kaj Leo í Bartalsstovu (’85)

Lið KA:

Aron Dagur, Hrannar Björn, Guðmann, Vedran, Callum, Aleksandar, Almarr, Hallgrímur Mar, Ásgeir, Emil Lyng og Elfar Árni.

Bekkur:

Rajko, Ólafur Aron, Davíð Rúnar og Steinþór Freyr.

Skiptingar:

Elfar Árni út – Ólafur Aron inn (’72)
Aleksandar út – Davíð Rúnar inn (’80)
Hallgrímur Mar úr – Steinþór Freyr (’83)

Mikið var í húfi hjá heimamönnum í ÍBV fyrir leikinn í dag ef liðið ynni ekki leikinn og úrslit úr öðrum leikjum yrðu óhagstæð hefði liðið geta fallið niður í Inkasso deildina. KA liðið var í 5.sæti fyrir leikinn og gat endað í 4.-8. sæti deildarinnar. 

KA liðið lék í heldur óhefðbundnum búningum í dag þar sem búningar liðsins gleymdust á Akureyri og lék liðið í varabúning ÍBV í dag. Tvær breytingar voru gerðar á liðinu sem vann Grindavík í síðustu umferð. Aron Dagur Birnuson kom í markið í stað Rajko og lék því sinn fyrsta leik í efstu deild. Einnig kom Ásgeir inn í staðinn fyrir Steinþór Frey sem fór á bekkinn.

Heimamenn í ÍBV hófu leikinn af krafti og komust þeir yfir eftir einungis sex mínútna leik þegar að Gunnar Heiðar skallaði boltann í netið í teignum. Eyjamenn voru töluvert betri aðilinn í leiknum í dag og var spilamennska KA ekki upp á marga fiska. Staðan í hálfleik 1-0 og forystan verðskulduð.

Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og voru Eyjamenn líklegri til að bæta við en KA til að jafna metin.  Á 64. mínútu slapp Shabab Zahedi í gegnum vörn KA og braut Guðmann á honum innan teigs. Dómari leiksins dæmdi réttilega vítaspyrnu og fékk Guðmann rautt spjald fyrir brotið og lék KA liðið því manni færi það sem eftir lifði leiks. Vítaspyrnuna tók Gunnar Heiðar en honum brást bogalistin og skaut hann í utanverða stöngina og framhjá.

Tíu mínútum síðar bætti Gunnar Heiðar fyrir vítaspyrnuklúðrið og en þá tapaði KA liðið boltanum auðveldlega á miðjunni og Kaj Leo gaf góða sendingu inn í teiginn á Gunnar Heiðar sem kláraði færið vel í teignum og kom heimamönnum í 2-0.

Á 85. mínútu innsiglaði svo Kaj Leo sigurinn fyrir heimamenn þegar að hann slapp óvænt í aleinn í gegn á vinsri vængnum og gerði hann vel og kláraði færið vel framhjá Aroni Degi. Niðurstaðan því 3-0 tap og vantaði mikið upp á hjá KA liðinu í dag á öllum sviðum, því miður.

KA-maður leiksins: Almarr Ormarsson (Almarr barðist vel á miðjunni en erfitt var að velja mann leiksins hjá KA í dag þar sem liðið átti ekki góðan dag.)

Úrslit dagsins þýða það að KA lýkur leik í Pepsi deildinni í 7. sæti með 29 stig á sínu fyrsta ári í efstu deild eftir 13 ára fjarveru. KA vill þakka stuðningsmönnum sínum fyrir sumarið en stuðningurinn við liðið í sumar var frábær í alla staði. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband