Akureyri hafđi betur í Höllinni - myndir

Handbolti

Ţađ var mikiđ fjör og mikil lćti í kvöld ţegar Akureyri Handboltafélag og KA mćttust í slagnum um toppsćtiđ í Grill 66 deild karla. Íţróttahöllin var ţéttsetin og andrúmsloftiđ rafmagnađ. KA skorađi fyrsta mark leiksins en Akureyri svarađi međ nćstu fjórum mörkum. Munurinn hélst tvö til ţrjú mörk lengst af fyrri hálfleiks en Akureyri náđi mest fimm marka forskoti ţegar nokkuđ var liđiđ á hálfleikinn. KA minnkađi muninn niđur í ţrjú mörk međ tveim síđustu mörkum hálfleiksins, stađan 11-8 í hálfleik.

Sami barningurinn hélt áfram í seinni hálfleiknum, Akureyri ávallt međ forystuna en KA náđi ađ minnka muninn niđur í tvö mörk. Ekki komust ţeir nćr ţrátt fyrir aragrúa af fínum fćrum sem strönduđu undantekningarlítiđ á Arnar Ţór Fylkissyni í marki Akureyrar en Arnar átti stórbrotinn leik í markinu, klárlega leikur lífsins hjá Arnari.

Svo fór ađ lokum ađ Akureyri vann međ fjórum mörkum, 24-20 og hafa ţar međ ţriggja stiga forystu í toppsćti deildarinnar.

KA liđiđ spilađi í raun fínan leik og skapađi sér fjölmörg galopin fćri sem ađ öllu óbreyttu hefđu skilađ sigri en eins og áđur segir ţá vantađi ađ nýta öll ţessi fćri og ţví fór sem fór. Heimir Örn Árnason hrökk heldur betur í gang í sóknarleiknum undir lok leiksins og skorađi nánast ţegar honum datt í hug.


Reynsluboltinn Heimir Örn Árnason skilađi sínu. Smelltu á myndina til ađ fá fleiri myndir

Mörk KA: Heimir Örn Árnason 5, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Sigţór Árni Heimisson 3, Áki Egilsnes 2, Dagur Gautason 2, Andri Snćr Stefánsson 1, Elfar Halldórsson 1, Hreinn Ţór Hauksson 1 og Sigţór Gunnar Jónsson 1 mark. Jovan Kukobat stóđ í markinu allan leikinn og átti fínan leik.

Mörk Akureyrar: Hafţór Már Vignisson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Igor Kopyshynskyi 5, Arnór Ţorri Ţorsteinsson 2, Garđar Már Jónsson 2, Patrekur Stefánsson 2 og  Karolis Stropus 1 mark. Arnar Ţór Fylkisson ótrúlegur í marki Akureyrar og klárlega mađur leiksins.


Smelltu á myndina til ađ sjá fjölmargar myndir Ţóris Tryggvasonar af KA fólki á leiknum

Viđ óskum Akureyri til hamingju međ sigurinn en minnum á ađ nćsti leikur KA er á föstudagskvöldiđ, klukkan 20:15 ţegar Ţróttur kemur í heimsókn. Nú ţarf bara ađ klára ţađ dćmi af krafti og um ađ gera ađ fjölmenna og hvetja strákana til dáđa í framhaldinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband