Hrannar Björn framlengir við KA

Fótbolti
Hrannar Björn framlengir við KA
Hrannar og Túfa handsala samninginn

Hrannar Björg Steingrímsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Samningurinn gildir út tímabilið 2019. 

Hrannar kom til KA fyrir tímabilið 2014 og hefur gegnt lykilhlutverki í liðinu síðan þá. Hann spilar sem hægri bakvörður. Hrannar hefur spilað 90 leiki fyrir KA í deild- og bikarkeppni og skorað eitt mark. Það mark gerði hann einmitt gegn Fjölni síðasta sumar með þrumuskoti sem sjá má hér fyrir neðan.

Hrannar er fæddur árið 1992 og er bróðir Hallgríms Mar, sem einnig leikur hjá KA. 

KA fagnar því að Hrannar hafi skrifað undir nýjan samning við félagið og verður ánægjulegt að fylgjast með honum í gulu treyjunni næstu tvö árin. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband