KA í lykilstöđu eftir sigur á Leikni

Fótbolti
KA í lykilstöđu eftir sigur á Leikni
Strákarnir ţurfa ađeins 6 stig (Mynd: Sćvar Geir)

KA vann nú rétt í ţessu frábćran 3-1 heimasigur á Leikni Reykjavík. Leikurinn var algjör lykilleikur fyrir bćđi liđ en KA var í 2. sćti fyrir leikinn en gestirnir í 4. sćtinu.

KA 3 - 1 Leiknir R.
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('15) Stođsending: Juraj
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('18, víti) Stođsending: Almarr
3-0 Juraj Grizelj ('25) Stođsending: Ásgeir
3-1 Atli Arnarson ('55)

Liđ KA:

Rajko, Hrannar Björn, Ólafur Aron, Davíđ Rúnar, Baldvin, Archie, Aleksandar, Almarr, Ásgeir, Hallgrímur Mar og Juraj.

Bekkur:

Aron Dagur, Callum, Halldór Hermann, Pétur Heiđar, Orri, Kristján Freyr og Bjarki Ţór.

Skiptingar:

Ólafur Aron út – Bjarki Ţór inn (’70)
Hrannar út – Pétur Heiđar inn (’79)
Hallgrímur Mar út – Orri inn (’89)

Leikurinn byrjađi fremur rólega og ljóst ađ hvorugt liđiđ vildi tapa leiknum. En eftir kortérsleik kom fyrsta markiđ og ţvílíkt mark sem ţađ var. Juraj setti boltann yfir á Hallgrím sem gerđi vel í ađ taka hann niđur, sólađi einn varnarmann áđur en hann lagđi boltann glćsilega í netiđ.

Í stađ ţess ađ leggjast aftar og halda forystunni héldu menn strax áfram ađ pressa á gestina sem virtust í sjokki eftir markiđ. Ásgeir gerđi afskaplega vel ţegar hann kom boltanum í gegnum vörn Leiknismanna og fann ţar Almarr sem lék á Eyjólf markvörđ sem á endanum tók Almarr niđur og vítaspyrna dćmd. Hallgrímur var afskaplega öruggur og sendi Eyjólf í vitlaust horn, stađan 2-0 og ađeins 18. mínútur búnar.

Ekki leiđ á löngu uns ţriđja markiđ leit dagsins ljós ţegar Juraj og Ásgeir komu í skyndisókn. Ásgeir átti flott skot sem var variđ en Juraj var vel vakandi og fylgdi á eftir. Stađan orđin 3-0 eftir einungis 25. mínútna leik og stađan orđin vćgast sagt góđ.

Eftir ţetta mark róađist leikurinn heldur betur og lítiđ markvert sem gerđist áđur en dómari leiksins flautađi til hálfleiks.

Síđari hálfleikurinn hófst á svipuđu róli, Hallgrímur Mar leitađi ađ sínu ţriđja marki sem ađ kom ţví miđur aldrei. En gestirnir komu sér betur inn í leikinn ađ nýju ţegar Atli Arnarsson skaut ađ marki ţar sem boltinn fór í slánna, niđur í jörđina og aftur í slánna. Boltinn var dćmdur inni og smá líf komiđ aftur í leikinn.

Leiknismenn settu nokkra pressu á okkar menn en án árangurs og frábćr 3-1 sigur ţví stađreynd.

KA-mađur leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Var hreint út sagt frábćr. Skorađi tvö mörk og ţađ fyrra var glćsilegt. Var síógnandi í leiknum og hélt varnarmönnum gestanna viđ efniđ, međ smá heppni hefđi hann náđ ţrennunni.)

Nú ţegar ađeins 5 umferđir eru eftir af deildinni er KA međ 10 stiga forskot á liđiđ í 3. sćti og stađan ţví orđin ansi vćnleg. Nćsti leikur er útileikur gegn HK á laugardaginn 27. ágúst klukkan 16:00.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband