KA/Þór með flottan sigur á Fylki í Grill 66 deild kvenna

Handbolti

KA/Þór spilaði við Fylki í annarri umferð Grill 66 deild kvenna á föstudagskvöld. Fyrirfram mátti telja okkar stelpur sigurstranglegri, enda Fylki ekki spáð sérstaklega góðu gengi í ár, þær hafa misst marga leikmenn frá því að þær féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra. En um það er ekki spurt þegar í leikinn er komið og fyrri hálflleikur jafn. Leikurinn þróaðist þannig að KA/Þór þurfti að standa lengi í vörn, Fylkisstúlkurnar skynsamar og oftar en ekki náðu inn marki eftir að höndin var komin upp. Þegar 25 mínútur voru búnar var staðan 11-11. Okkar stúlkur enduðu svo vel síðustu 5 í fyrri og leiddu 13-11 í hálfleik. Sunna Guðrún Pétursdóttir að verja vel en sóknarnýting okkar stúlkna langt frá því  viðunandi.

Seinni hálfleikur byrjaði svo svipað, en eftir 10 mín náðu okkar stúlkur 4 marka forskoti sem við létum ekki af hendi. Sunna varði áfram vel og við náðum að keyra örlítið upp hraðann. Fylkir barðist þó vel og erfitt var fyrir okkar stúlkur að slíta sig frá þeim. 

Lokatölur 27-22 og flottur sigur staðreynd.  Varnarleikur og markvarsla Sunnu Guðrúnar var það sem stóð upp úr. 

Mörk KA/Þór: Ásdís Guðmundsdóttir 5, Ásdís Sigurðardóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Ólöf Marín Hlynsdóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2 og Auður Brynja Sölvadóttir 1.

Það er ljóst að okkur stúlkur eiga mikið inni, mest þó í hröðum upphlaupum. Sóknarleikurinn var þó ágætur, en færanýting hefði mátt vera betri. 

Næsti leikur er á laugardaginn þegar við sækjum Fram heim. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband