KA/Þór sigraði FH um helgina

Handbolti

Á laugardaginn tóku okkar stúlkur á móti FH í 1.deild kvenna. Okkur stúlkur mættu gríðarlega vel stemmdar í leikinn, enda viðbúnar hörkuleik. Fyrstu 20 mín fóru okkar stúlkur hreinlega á kostum, vörnin hreint út sagt geggjuð og refsuðu FH-stúlkum grimmt með hraðupphlaupum. Staðan 11-2. Síðustu 10 mín fyrrihálfleiks náði FH að vakna úr rotinu og náðu að minnka muninn í niður í 7 mörk 16-9.

Miðað við gang fyrri hálleiks var fátt sem bendi til þess að úr yrði spennandi leikur, enda KA/Þór með fulla stjórn á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var sá besti sem liðið hefur spilað i vetur.

En okkar stúlkur byrjuðu illa í seinni hálfleik og FH sem hingað til í vetur hefur verið að spila fanta vörn, fann sína fjöl þar og okkar stúlkur lentu í vandræðum að skora mörk.

FH saxaði jafnt og þétt á forskot KA/Þór og úr varð hörkuspennandi leikur. KA/Þór tókst þó að halda fengnum hlut og misstu FH aldrei fram úr sér, þó að tæpt mátti standa. Síðustu 15 mínútur leiksins eru einmitt aðgengilegar á facebooksíðu KA, en sýnt var beint í gegnum Facebooksíðu KA síðasta korterið.

Eftir mikinn barning lönduðu þó okkar stúlkur frábærum sigri og eru á toppi deildarinnar ennþá ósigraðar á heimavelli í vetur. Lokatölur 24-22, góður sigur sem hefði þó átt og getað verið stærri m.v. hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. 

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 6, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1 og Kara Rún Árnadóttir 1
Og í markinu varði Sunna Guðrún Pétursdóttir 15 skot.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband