Sandra María Jessen fer á EM

Fótbolti
Sandra María Jessen fer á EM
Sandra á það svo sannarlega skilið að fara á EM

Í dag var tilkynntur lokahópur kvennalandslið Íslands sem fer á Evrópumótið í Hollandi. Þar á lið Þórs/KA einn fulltrúa en það er hún Sandra María Jessen.

Sandra María meiddist illa með landsliðinu í byrjun mars þegar hún sleit aftara krossband á Algarve mótinu. Flestir reiknuðu ekki með að hún gæti verið með á EM en Sandra hefur náð frábærum bata og hefur meðal annars gert 4 mörk í Pepsi deildinni.

Þá eru þær Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir í 8 manna varahóp þannig að þær eru til taks ef eitthvað kemur uppá.

Við óskum Söndru Maríu til hamingju með áfangann en einnig í lokahópnum eru 4 fyrrum leikmenn Þórs/KA en það eru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra Sigurðardóttir. Við óskum landsliðinu að sjálfsögðu góðs gengis á EM, áfram Ísland!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband