Sigţór Gunnar Jónsson skrifar undir hjá KA

Handbolti
Sigţór Gunnar Jónsson skrifar undir hjá KA
Sigţór og Haddur handsala samninginn í gćr.

Sigţór Gunnar Jónsson skrifađi í dag undir samning viđ KA og mun ţví vera međ liđinu í átökunum í 1. deildinni nćsta vetur. Ţetta eru frábćr tíđindi enda Sissi einn af okkar efnilegustu leikmönnum. 

Sigţór er fćddur áriđ 1998 og spilađi sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki síđasta vetur. Hann er gríđarlega efnilegur leikmađur og hefur veriđ viđlođandi yngri landsliđ Íslands. Sigţór kom viđ sögu í fjórum leikjum síđasta vetur međ Akureyri í Olís-deildinni og skorađi tvö mörk, ásamt ţví ađ leika stórt hlutverk međ U-liđinu og síđan 3. flokki KA. Sigţór leikur sem vinstri skytta.

Hann er uppalinn hjá KA og er félagiđ gríđarlega ánćgt ađ tryggja sér ţjónustu Sigţórs nćsta vetur og mun hann styrkja liđiđ í komandi átökum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband