Sigurganga KA/Þór heldur áfram

Handbolti

KA/Þór átti útileik gegn Víkingi í Grill 66 deild kvenna í gær. KA/Þór reyndist mun öflugari aðilinn í leiknum og gáfu heimakonum fá tækifæri. Í hálfleik var forysta KA/Þór orðin sjö mörk, 12-19 og þær héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik þannig að leiknum lauk með öruggum, þrettán marka sigri 24-37.

Mörk KA/Þór: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 8, Martha Hermannsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Kolbrún María Bragadóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1 og Þóra Björk Stefánsdóttir 1 mark.

Líkt og búist var við var Alina Molkova allt í öllu hjá Víkingum og skoraði 10 mörk líkt og hún hefur gert að meðaltali í leikjum Víkings.

KA/Þór er því með fullt hús stiga eða tólf stig eftir sex leiki og deila efsta sætinu með HK sem hefur reyndar leikið einum leik fleira.

Næsti leikur KA/Þór er heimaleikur gegn FH og verður hann í KA heimilinu laugardaginn 9. desember.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband