Sjö leikmenn KA í Hæfileikamót KSÍ og N1

Fótbolti
Sjö leikmenn KA í Hæfileikamót KSÍ og N1
Það eru fimm Íslandsmeistarar í hópnum.

KA á alls sjö fulltrúa sem voru valdir í Hæfileikamót KSÍ og N1 fyrir árganga 2004 og 2005 sem fer fram í lok september í Kórnum Kópavogi.

Drengirnir fara suður 22.-23. september en stúlkurnar 29.-30. september. Þorlákur Árnason valdi þennan hóp eftir að hafa meðal annars komið tvisvar sinnum norður með æfingar og eftir að hafa horft á 4. flokk í sumar. Það þarf ekki að taka það fram en að sjálfsögðu voru margir aðrir leikmenn hjá KA sem stóðu sig mjög vel í þeim verkefnum og hefðu verið félaginu til sóma hefðu þau verið valin.

KA-leikmenn í lokahelgi Hæfileikamóts KSÍ 2018:
Björgvin Máni Bjarnason
Garðar Gísli Þórisson
Iðunn Rán Gunnarsdóttir 
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir 
Marey D. Maronsd.Olsen
Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir 
Tanía Sól Hjartardóttir

Við óskum þeim góðs gengis á æfingunum!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband