Stálmúsin tekur slaginn | Andri Snær Stefánsson skrifar undir hjá KA

Handbolti
Stálmúsin tekur slaginn | Andri Snær Stefánsson skrifar undir hjá KA
Andri Snær og Stefán Árnason kampakátir

Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyri Handboltafélags, hefur ákveðið að snúa aftur heim og taka slaginn með KA í 1. deildinni næsta vetur.

Það þarf ekki mörg orð um ágæti Andra Snæs, hvorki innan né utan vallar. Andri hefur gegnt fyrirliðastöðu Akureyri Handboltafélags undanfarin ár og var m.a. valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og er leikjahæsti leikmaður í sögu Akureyrar. Andri hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka hjá KA og Þór, sem og þjálfað 2. flokk og U-lið Akureyrar.

Andri Snær hefur spilað með Akureyri frá stofnun félagsins, fyrir utan tímabilið 2010-2011 er hann lék í Danmörku. Andri Snær hóf sinn meistaraflokksferil með KA og varð Bikarmeistari með liðinu árið 2004 en hann kom upp í gegnum gríðarlega sterkt yngriflokkastarf.

KA menn lýsa yfir gríðarlegri ánægju með það að fá Andra til liðs við félagið og vita að hann mun vera fyrirmynd innan sem utan vallar. Það verður gríðarlega gaman að sjá Andra í gulu og bláu næsta vetur. 

Áfram KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband