Strandhandboltamót KA tókst ákaflega vel

Handbolti

Handknattleiksdeild KA hélt í gær strandhandboltamót í Kjarnaskógi í samvinnu við Íslensku sumarleikana. Mótið tókst ákaflega vel en keppt var bæði í flokki krakka og fullorðinna. Veðrið lék við keppendur og var mjög skemmtileg stemning á mótsstað enda mættu fjölmargir til að kíkja á þetta skemmtilega mót.

Hjá krökkunum kepptu alls 7 lið og eftir harða keppni voru það liðsmenn Rakel sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir sigur á liði Fornhaga í úrslitaleik 12-9.


Sigurliðið í flokki fullorðinna, lið Einars Rafns

Í flokki fullorðinna voru alls 8 lið og voru þó nokkrar kempur sem reyndu fyrir sér í þessari skemmtilegu grein. Hið gríðarlega sterka lið Einar Rafn stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á vinum Gunna í úrslitaleik 13-9.

Reglurnar í strandhandboltanum eru töluvert öðruvísi en í venjulegum handbolta en til að mynda eru gefin tvö mörk fyrir ákaflega falleg mörk, það voru því hin ýmsu tilþrif reynd á mótinu!

Við erum ótrúlega ánægð með hve vel mótið tókst og er ekki spurning að þetta mót verður nú árlegt og er stefnan sett á að stækka mótið enn frekar.

Egill Bjarni Friðjónsson og Ármann Hinrik mynduðu mótið og má sjá myndir þeirra með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá mótinu


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband