Strandhandboltamót um versló!

Handbolti
Strandhandboltamót um versló!
Ekki missa af frábærri skemmtun um Versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games brydda upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi sunnudaginn 5. ágúst og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman.

Strandhandbolti hefur notið gríðarlegra vinsælda fyrir sunnan undanfarin ár og er frábært að loksins sé hægt að prófa sig í þessari framandi grein hér fyrir norðan. Við lofum miklu stuði og að sjálfsögðu mikilli sól!

Hvert lið mun leika að minnsta kosti 4 leiki en fjórir leikmenn eru inná í hverju liði og leikur markmaður með í sókninni.

Krakkaflokkur (2003-2009 módel) mun keppa frá klukkan 13:00 til 15:30. Þátttökugjaldið er 2.000 krónur á hvern þátttakanda og er pizzaveisla að mótinu loknu.

Fullorðinsflokkur (2002 módel og eldri) mun keppa frá klukkan 15:30 til 19:00. Þátttökugjaldið er 18.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu eru grillaðir hamborgarar og ískaldir drykkir.

Skráning fer fram hjá siguroli@ka.is og er um að gera að skrá sig sem allra fyrst en fjöldatakmörkun er á mótinu. Ekki missa af frábærri skemmtun um Verslunarmannahelgina!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband