Tap gegn ÍA

Fótbolti
Tap gegn ÍA
Mynd - Fotbolti.net

KA beiđ í gćr í lćgri hlut gegn Skagamönnum í 18. umferđ Pepsi deildar karla.

ÍA 2 – 0 KA

0 – 0 Variđ víti: Srdjan Rajkovic (’40)
1 – 0 Stefán Teitur Ţórđarson (’60)
2 – 0  Steinar Ţorsteinsson (’70)
2 – 0 Rautt Spjald: Callum Williams (’90)

Liđ KA:

Rajko, Hrannar Björn, Vedran, Callum, Darko, Aleksandar, Archange, Almarr, Hallgrímur Mar, Ásgeir og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Elí, Ólafur Aron, Guđmann, Steinţór Freyr, Davíđ Rúnar, Daníel og Bjarki Ţór.

Skiptingar:

Archange út – Daníel inn (’46)
Almarr út – Ólafur Aron inn (’51)
Hrannar Björn út – Davíđ Rúnar inn (’89)

KA menn hófu leikinn betur en heimamenn og voru töluvert meira međ boltann en lítiđ var ţó um hćttuleg marktćkifćri. Eftir ţví sem leiđ á hálfleikinn fćrđist meira jafnrćđi í leikinn og fóru heimamenn í ÍA ađ fćra sig upp á skaftiđ í sóknarađgerđum sínum.

Eftir rúmlega hálftíma leik áttu Skagamenn hćttulegasta fćri fyrri hálfleiksins ţegar ađ Steinar Ţorsteinsson fékk boltann í vítateig KA og átti hörku skot á markiđ sem Rajko varđi beint á Stefán Teit sem var í algjöru dauđafćri en skaut beint aftur á Rajko, sem gerđi vel ađ halda boltanum.

Rétt fyrir hálfleik fengu síđan Skagamenn vítaspyrnu ţegar ađ Almarr braut á Steinari Ţorsteinssyni viđ endalínu í vítateignum. Líkt og í síđasta leik gerđi Rajko sér lítiđ fyrir og varđi vítaspyrnuna frá Ţórđi Ţorsteini og varđi einnig frákastiđ og bjargađi ţví ađ heimamenn fćru ekki međ forystuna inn í hálfleik. Markalaust í leikhléi.

Heimamenn ÍA mćttu miklu ákveđnari til leiks í síđari hálfleik en liđ KA og voru grimmar og betri á flestum sviđum. Á 60. mínútu komust ţeir yfir ţegar ađ Arnar Már Guđjónsson átti fast skot í átt ađ marki sem Rajko varđi út í teiginn en Stefán Teitur var fyrstur ađ átta sig og fylgdi skotinu á eftir af stuttu fćri í teignum og kom ÍA yfir 1-0.

Tíu mínútum síđar bćttu Skagamenn í forystuna međ keimlíku marki. Ţá átti Albert Hafsteinsson skot utan af velli sem Rajko náđi ekki ađ halda og Steinar Ţorsteinsson fylgdi eftir og stađann ţví 2-0 fyrir heimamenn.

KA liđiđ reyndi ađ leggja meiri ţunga í sóknina í restina en töluvert vantađi upp á í sóknarleiknum í gćr og var lítil hreyfing á liđinu og gćđi sendinga ekki nćgilega góđ. Elfar Árni komst tvisvar nálćgt ţví ađ minnka muninn fyrir KA en inn vildi boltinn ekki. Ţađ var svo á 90. mínútu sem Callum fékk ađ líta rauđa spjaldiđ fyrir tćklingu á Skagamann fyrir miđjum velli og luku ţví KA menn leiknum manni fćrri.

Nivea KA-mađur leiksins: Darko Bulatovic (Var öflugur í bakverđinu og átti nokkra góđa spretti upp vinstri vćnginn og fínar fyrirgjafir sem KA liđiđ hefđi mátt nýta sér betur.)

Ţađ er skammt stórra högga á milli og er nćsti leikur KA strax á fimmtudaginn en ţá fáum viđ toppliđ  Vals í heimsókn á Akureyrarvöll og hefst sá leikur kl. 17.00 og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta KA menn á vellinum á ţessum stórleik. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband