Ţór/KA lagđi Breiđablik í baráttuleik

Fótbolti
Ţór/KA lagđi Breiđablik í baráttuleik
Borgarstjórinn skorađi tvö í frábćrum sigri!

Ţađ var enginn smá slagur á Kópavogsvelli í dag ţegar toppliđin í Pepsi deild kvenna mćttust. Ljóst var ađ okkar stelpur í Ţór/KA myndu halda toppsćtinu en stóra spurningin var hversu stórt forskotiđ yrđi.

Breiđablik 1 - 2 Ţór/KA
0-1 Sandra Mayor ('37)
1-1 Rakel Hönnudóttir ('51)
1-2 Sandra Mayor ('86)


Hér má sjá umfjöllun RÚV um leikinn

Mikil stöđubarátta einkenndi fyrstu mínútur leiksins og var ljóst ađ hvorugt liđiđ vildi fá á sig mark en bćđi liđin höfđu fengiđ einungisá sig 4 mörk í deildinni. 

Á 16. mínútu fékk Ţór/KA aukaspyrnu, flestir reiknuđu međ skoti en Andra Mist Pálsdóttir ákvađ ađ renna boltanum til hliđar viđ varnarvegginn ţar sem Borgarstjórinn gerđi vel og kom boltanum fyrir markiđ en Blikastúlkur náđu ađ koma boltanum í burtu.

Blikar fengu í kjölfariđ tvö hćttuleg fćri en vörn Ţórs/KA stóđ fyrir sínu og ţá er Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir öryggiđ uppmálađ í markinu.

Ţađ var svo á 37. mínútu ađ Hulda Ósk var međ boltann fyrir framan vörn Blika, sá gott hlaup hjá Söndru Mayor og renndi boltanum fullkomlega milli miđvarđanna og Sandra Mayor var ţví komin ein í gegn, lék á Sonný Láru í markinu og skorađi í autt markiđ.

Áfram hélt sama baráttan og lítiđ um fćri ţannig ađ hálfleikstölur voru 0-1 Ţór/KA í vil. Síđari hálfleikur hófst á svipuđum nótum en á 51. mínútu átti Blikinn Andrea Rán Hauksdóttir hörkuskot á markiđ en Bryndís Lára varđi vel í horn. En úr hornspyrnunni kom jöfnunarmarkiđ ţegar Rakel Hönnudóttir skallađi boltann í netiđ.

Heimastúlkur efldust viđ markiđ og náđu ágćtu taki á leiknum enda ţurftu ţćr svo sannarlega á sigri ađ halda til ađ minnka forskot Ţórs/KA á toppnum. Aukin harka kom í leikinn sem var eđlilegt enda ansi mikiđ undir.

En okkar stúlkur gáfust ađ sjálfsögđu ekki upp og á 68. mínútu átti Sandra Mayor góđan skalla á Söndru Maríu Jessen sem lék á varnarmann og kom sér í gott fćri en Sonný varđi frá henni. Hulda Björg braut í kjölfariđ á Fanndísi sem brást illa viđ og gaf Huldu olnbogaskot beint í andlitiđ. Af einhverri ástćđu sá dómari leiksins ekki ástćđu til ađ spjalda Fanndísi en í flestum tilfellum hefđi svona brot verđskuldađ rautt spjald!

Á 84. mínútu fékk svo áđurnefnd Fanndís fínt fćri ţegar hún kom sér inn í teiginn en skaut í stöngina. Hvort ađ karma hafi komiđ ţarna viđ sögu skal ég ekki segja en ţarna slapp okkar liđ međ skrekkinn.

Stuttu síđar var svo brotiđ á Söndru Mayor rétt fyrir utan teiginn, Borgarstjórinn tók spyrnuna sjálf og ţađ var ekki ađ spyrja ađ ţví, boltinn í stöngina og inn en Sonný í marki Blika virtist hafa misreiknađ skotiđ og skutlađi sér ekki á eftir boltanum. En spyrnan örugg og okkar liđ aftur komiđ yfir.

Stelpurnar gerđu svo vel í ţví ađ drepa leikinn og sigla frábćrum 1-2 sigri heim. Liđiđ er ţví enn ósigrađ á toppi deildarinnar og međ 6 stiga forskot á nćstu liđ. Breiđablik fellur hinsvegar niđur í 4. sćtiđ og er 7 stigum á eftir Ţór/KA. Nú eru 7 umferđir eftir af deildinni en nćst á dagskrá er EM í Hollandi ţar sem Sandra María Jessen fyrirliđi okkar verđur í hasarnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband