Þrír ungir og efnilegir með sína fyrstu samninga við KA

Fótbolti
Þrír ungir og efnilegir með sína fyrstu samninga við KA
Túfa ásamt Andra, Aroni og Hjörvari

Þeir Aron Elí Gíslason, Andri Snær Sævarsson og Hjörvar Sigurgeirsson skrifuðu í dag undir sína fyrstu samninga við KA.

Aron Elí er markvörður og var hann nokkrum sinnum í hóp meistaraflokks í sumar. Hann er fæddur árið 1999 og þykir mikið efni. Hann hefur verið fljótur upp metorðalistann sem markvörður en aðeins er 1 og hálft ár síðan hann hóf að æfa fótbolta á nýjan leik eftir að hafa stundað handboltann að öllu meiri krafti.

Hjörvar Sigurgeirsson er bakvörður sem var að ganga upp úr 2. flokki. Hann er fæddur árið 1998 og þykir nokkuð lunkinn. Hann hefur einnig leikið hálft tímabil í Svíþjóð.

Andri Snær Sævarsson getur leikið nokkrar stöður á vellinum en hann spilar aftarlega á vellinum, sem miðvörður eða bakvörður. Hann var lykilleikmaður í 2. fl karla sem fór upp úr B-deildinni í sumar. Hann er fæddur árið 1998. 

Allir þessir strákar skrifuðu undir 2 ára samning.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband