KA hafđi betur í blakinu

Blak

KA sigraði HK í þremur hrinum gegn tveimur í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki í KA-heimilinu í kvöld.

Leikurinn í kvöld var háspenna frá upphafi til enda. Kópavogspiltar byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna, en þá vöknuðu KA-menn til lífsins og unnu næstu tvær hrinur. Fjórðu hrinuna sigraði síðan HK og því þurfti oddahrinu til þess að knýja fram úrslit. Þar höfðu KA-menn betur og unnu því þennan fyrsta leik í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Annar leikur liðanna verður í Fagralundi í Kópavogi nk. miðvikudagskvöld og takist okkar mönnum að hafa sigur þá verður titillinn þeirra. Vinni HK hins vegar leikinn kemur til oddaleiks í KA-heimilinu nk. laugardag.

 

.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is