KA Íslandsmeistari í blaki karla -Vinna ţrefalt annađ áriđ í röđ

Blak

Nú rétt í þessu var KA að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðið spilaði gegn HK í Kópavogi og náði að kreista fram sigur í æsilegum leik. HK vann fyrstu hrinuna 25-22 en KA vann þrjár næstu, allar með minnsta mun 23-25, 23-25 og . . .   takið vel eftir 29-31.


KA tókst með sigrinum að hampa titlinum á heimavelli HK annað árið í röð. Liðið vann einnig það einstaka afrek að vinna alla þrjá titla vetrarins annað árið í röð.

Titlarnir halda áfram að hrúgast norður. Nú þegar eru komnir tveir Íslandsmeistaratitlar hjá íshokkíliðum SA, deildarmeistaratitill hjá Akureyri HF og deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitill hjá blakliðinu. Auk þess hafa yngri flokkarnir verið að ná inn titlum bæði í handbolta og blaki og enn er nóg eftir.
Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is