KA sigrađi Ţrótt Nes í Mizunodeild karla

Blak
KA sigrađi Ţrótt Nes í Mizunodeild karla
KA fagnar sigri fyrr í vetur

Ţróttur Nes mćtti til leiks án nokkurra af ţeirra bestu leikmönnum vegna meiđsla. Borja Gonzalez Vicente, uppspilari liđsins, Miguel Mateo Castrillo, stigahćsti leikmađur liđsins og Valgeir Valgeirsson voru allir fjarverandi. Liđ Ţróttar var ţví byggt upp á ungum og efnilegum leikmönnum.

Ţróttarar héldu vel í viđ KA menn í upphafi fyrstu hrinu en í stöđunni 13-11 fyrir KA skoruđu ţeir 6 stig í röđ. Hrinunni lauk međ 25-17 sigri KA.

Ţróttarar leiddu ađra hrinuna allt fram undir hana miđja en ţá vöknuđu KA menn til lífsins. Hrinunni lauk međ 25-20 sigri KA og ţeir ţví komnir í vćna stöđu.

Í ţriđju hrinunni voru töluverđar breytingar gerđar á liđunum. Hjá KA fóru Sigţór Helgason og Ćvarr Freyr Birgisson af velli og Vigfús Hjaltalín og Benedikt Rúnar Valtýsson komu ţeirra í stađ auk ţess ađ Alexander Arnar Ţórisson var fćrđur af miđjunni og settur á kantinn. Hjá Ţrótti var Ragnar Ingi Axelsson tekinn af velli og í hans stađ kom Börkur Marinósson. Hrinan var jöfn ţar til í stöđunni 6-6 en ţá tóku KA menn á rás og Ţróttarar sáu aldrei til sólar eftir ţađ. KA unnu hrinuna 25-11 og leikinn ţví 3-0.

Stigahćsti leikmađur KA var Alexander Arnar Ţórisson međ 18 stig og hjá Ţrótti var Atli Fannar Pétursson stigahćstur međ 7 stig.

KA styrkir ţar međ stöđu sína á toppi deildarinnar og eru nú 4 stigum á undan HK. Ţróttur Nes er í fjórđa sćti, tveimur stigum á undan Aftureldingu. KA og Ţróttur Nes mćtast aftur á laugardaginn klukkan 14, ţá á heimavelli Ţróttar Nes.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is