Myndir frá leik KA og Ţróttar Nes á laugardaginn

Blak
Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupstað tylltu sér í fjórða sæti í Mikasadeild kvenna í blaki með 3:0 sigri á KA en liðin mættust á Akureyri á laugardaginn. 
Þróttur vann fyrstu hrinu leiksins 25:13. Meiri spenna var í annarri hrinunni en gestirnir höfðu betur 25:17. Þriðja hrina leiksins fór svo 25:12 fyrir Þrótt og því þrjú stig í höfn hjá Íslandsmeisturunum. Stigahæstar í liði gestanna voru Hulda Elma Eysteinsdóttir með 13 stig og Helena Kristín Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá heimamönnum var Auður Anna Jónsdóttir stigahæst með 14 stig og Ásta Harðardóttir kom næst með 5 stig, samkvæmt upplýsingum af bli.is.


Þórir Tryggvason var á staðnum með myndavélina og sendi KA síðunni slatta af myndum frá viðureigninni:


 

Smelltu hér til að skoða allar myndirnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is