Stjarnan varđ bikarmeistari

Blak
Stjarnan varđ bikarmeistari
Piotr lćtur vađa
KA spilaði úrslitaleikinn í Bros-bikarnum í dag gegn Stjörnunni. Leikurinn var jafn og spennandi en Stjarnan vann 3-1. KA-ÍS 3-2 (21-25,30-28,25-20,25-16).

Í gær spilaði KA í undanúrslitum og vann þá ÍS 3-2 25-18,20-25,18-25,25-19,15-7)í leik sem lauk ekki fyrr kl: 22:00 í um kvöldið. Það er ljóst að þessi erfiði 5 hrinu leikur sat í KA mönnum í dag en þreytu fór að gæta hjá þeim þegar leið á leikinn.

Líklega má kenna þreytu, meiðslum og veikindum um tap KA-manna og því voru Stjörnumenn nokkuð verðskuldaðir sigurvegarar en önnur hrina leiksins reyndist örlagarík fyrir KA.

KA byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 25-21. KA byrjaði betur í næstu hrinu og komst í 10-5 en Stjörnumenn komu sterkir til baka og jöfnuðu 10-10. eftir það var jafnt á felstum tölum og eftir æsispenannandi lokamínútur vann Stjarnan hrinuna 28-30 þar sem Stjörnumenn fóru á kostum í vörninni. Þessi hrina hefði getað lent hvoru megins sem var og má segja að hún hafi ráðið úrslitum. Eftir þetta dró af KA-mönnum og Stjarnan gekk á lagið í 3 hrinunni og vann hana 25-20 og svo fjórðu hrinuna 25-16 og landaði bikarmeistaratitlinum enn á ný.

KA strákarnir spiluðu frábærlega í fyrstu tveimur hrinunum og það gerðu Stjörnumenn líka. Reynsluboltar meðal áhorfenda töluðu um að í leikurinn væri einn sá besti sem boðið hefði verið upp á í Íslensku blaki fyrr og síðar.

Davíð Búi Halldórsson gat ekki beitt sér sem skyldi í leikjum helgarinnar enn hann tognaði illa í magavöðva fyrir nokkru síðan, Davíð stóð engu að síður fyrir sínu í úrslitaleiknum sérstaklega í móttökunni og skoraði einnig töluvert af stigum í sókninni.  Piotr Kempisty hefur verið veikur með flensu alla vikuna enn hann stóð sig engu að síður eins og hetja í leiknum sérstaklega framan af en nokkuð dró af honum þegar leið á leikinn enda bar hann lið KA uppi í leiknum kvöldið áður gegn ÍS. Filip Szewczyk átti góða spretti í uppspilinu og einnig stóðu þeir bræður Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir sig með ágætum. Hilmar Sigurjónsson átti góða spretti en átti í vandræðum með sterka blokkara Stjörnunnar í sókninni. Hann átti margar af góðar uppgjöfum í leiknum. Valgeir Valgeirsson kom inn í leikinn fyrir Hilmar og stóð sig vel en átti einnig í vandræðum með að komast fram hjá blokk Stjörnumanna. Árni Björnsson tók mjög vel á móti í leiknum og átti margar frábærar varnir.

Hjá Stjörnunni voru Róbert Hlöðversson, Wojtek Bachorski og Emil Gunnarsson sterkastir en einni átti Aleksander Simeonov góða spretti. Í heild átti Stjörnuliðið allt mjög góða dag.

Nú er bara að bíta í skjaldarrendur og reyna að safna kröftum fyrir úrslitarimmu Íslandsmótsins. KA á þar eftir tvo leiki gegn Stjörnunni sem verða leiknir eftir tvær vikur.

Síðan er sjálf úrslitakeppnin eftir en þar verða Þróttarar líklegast andstæðingar KA í 4-liða úrslitum en Stjarnan þarf aðeins að vinna 2 hrinur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þeir eiga eftir að spila í tvígang við KA og einu sinni við ÍS. Ef Stjarnan vinnur ÍS á nú næstkomandi miðvikudag tryggja þeir sér deildarmeistaratitilinn. Það er hins vegar mikilvægt fyrir KA að ná að vinna alla vega 3 hrinur í síðustu leikjunum við Stjörnuna og tryggja sér 2. sætið í deildinni og um leið heimleikjaréttin í fyrri umferðinni um Íslandsmeistaratitilinn.

Nr. Félag Leik U T Hrinur Skor Nettó Stig
1. Stjarnan 13 12 1 38: 13 1165:1008 157 38
2. KA 14 10 4 33: 13 1062: 948 114 33
3. Þróttur 15 10 5 32: 18 1176:1031 145 32
4. ÍS 14 2 12 13: 37 1003:1178 -175 13
5. HK 14 1 13 5: 40 871:1112 -241 5

Þess má geta vegna skrifa um fjölmiðlaumfjöllun undanfarið að engin frétt er um úrslitin á ruv.is, engin á visir.is en klausa um undanúrslitin á mbl.is. Gott hjá mbl :o)

Myndir frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is