Tap hjá karlaliđinu

Blak
Tap hjá karlaliđinu
Sćvar neglir boltanum í gólfiđ á laugardaginn

Fyrri leik liđanna lauk međ sigri Stjörnunnar og fóru hrinurnar 25-21, 25-17 og 25-23. Stigahćstir KA manna voru ţeir Ćvarr Freyr Birgisson međ 12 stig og Gunnar Pálmi Hannesson međ 10 stig. Hjá Stjörnunni voru ţađ Róbert Karl Hlöđversson međ 12 stig og Kristófer B. Ólason Proppé međ 7 stig. KA strákarnir voru töluvert frá sínu besta í ţessum fyrri leik liđanna og mćttu tvíefldir til leiks á laugardeginum. Úr varđ rúmlega tveggja tíma hörkuspennandi leikur sem lauk einnig međ sigri Stjörnunnar í oddahrinu. Hrinurnar fóru 16-25, 25-19, 25-22, 25-27 og 15-10. Stigahćstu leikmenn í liđi KA voru Ćvarr Freyr Birgisson međ 27 stig og Sćvar Karl Randversson međ 12 stig. Í liđi Stjörnunnar voru ţađ Róbert Hlöđversson međ 23 stig og Benedikt Tryggvason međ 13 stig.

Piotr Kempisty sem hefur oftar en ekki veriđ stigahćstur í liđi KA-manna spilađi ekki međ liđinu en hann hefur veriđ meiddur undanfariđ og ekki víst ađ hann muni spila meira međ í vetur. Stigaskor leikjanna segir okkur ţó ađ hiđ unga liđ KA gefur ekkert eftir baráttulaust.  

Hér er hćgt ađ skođa myndir Ţóris Tryggvasonar fá föstudagsleiknum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is