Útileikur á Neskaupstað hjá stelpunum

Blak

Kvennalið KA leggur land undir fót í dag er liðið sækir Þrótt Neskaupstað heim klukkan 19:00. KA vann afar mikilvæga sigra á Þrótti Reykjavík um helgina og eru stelpurnar nú með 14 stig í 3. sæti deildarinnar.

Þær þurfa hinsvegar að halda áfram að hala inn þremur stigum í næstu leikjum til að halda í við Aftureldingu og HK sem eru á toppnum. Þróttur Neskaupstað er í 4.-5. sætinu með 6 stig en hafa leikið einum leik minna en KA.

Það má búast við krefjandi leik enda Neskaupstaður verið mekka blaksins hér á landi en alls eru fimm leikmenn í okkar liði sem hafa leikið með Þrótti en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, Gígja Guðnadóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Paula del Olmo Gomez og Helena Kristín Gunnarsdóttir auk þess sem að Miguel Mateo þjálfari lék einnig áður með karlaliði Þrótts. Helena er hinsvegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Leikurinn verður í beinni á streymissíðu BLÍ og um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is