15 fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

Fótbolti

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Norðurlandi þriðjudaginn 28. maí og fara æfingarnar fram á gervigrasvelli Tindastóls á Sauðárkróki. Alls á KA 15 fulltrúa sem er það mesta á Norðurlandi en Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótun N1 og KSÍ, mun stjórna æfingunum.

Stelpurnar eru 5 en það eru þær Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Sonja Kristín Sigurðardóttir og Tanía Sól Hjartardóttir.

Strákarnir eru hinsvegar 10 og eru það þeir Ágúst Ívar Árnason, Björn Orri Þorleifsson, Breki Hólm Baldursson, Guðmundur Jón Bergmannsson, Hákon Orri Hauksson, Hjörtur Freyr Ævarsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Jóhannes Geir Gestsson, Sindri Sigurðsson og Valdimar Logi Sævarsson.

Við óskum þessum flottu fulltrúum KA til hamingju með valið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is